Niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2010 framhaldsskólanemar - kynningarfundur
Mennta- og menningarmálaráðuneyti boðar til kynningarfundar, fimmtudaginn 9. júní 2011
Mennta- og menningarmálaráðuneyti boðar til kynningarfundar, fimmtudaginn 9. júní 2011 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu þar sem starfsfólk Rannsóknar og greiningar þau: Hrefna Pálsdóttir, lýðheilsufræðingur, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við HR, Birna Björnsdóttir, lýðheilsufræðingur, dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við HR og Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2010 framhaldsskólanemar“er viðkemur líðan, menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna. Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í öllum framhaldsskólum landsins í október 2010.
Kynningarfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. júní nk. í Þjóðminjasafni Íslands, fyrirlestrarsal og hefst kl. 13:30. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 16:00.