Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2007 Innviðaráðuneytið

Fundur á fimmtudag um öryggi vega

Samgönguráð og samgönguráðuneytið standa næstkomandi fimmtudag, 22. febrúar, fyrir fundi um öryggi vega. Er þetta annar fundurinn í fundaröð samgönguráðs um stefnumótun í samgöngum.

Flutt verða þrjú erindi og síðan boðið uppá umræður. Fyrsta erindið flytur Torstein Bergh, frá sænsku vegagerðinni, og fjallar hann um öryggi vega og reynslu Svía. Næst í röðinni er Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, og fjallar hún um öryggisaðgerðir á vegum. Þriðja erindið er um öryggi vegamannvirkja sem Jón Helgason, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, flytur.

Fundurinn fer fram á Grand hóteli í Reykjavík og stendur frá kl. 15 til 17. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á tölvupóstfangið [email protected]. eigi síðar en kl. 12 miðvikudaginn 21. febrúar. Næsti fundur í röðinni fjallar um fjármögnun samgöngumannvirkja og er hann ráðgerður fimmtudaginn 29. mars.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta