Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Atvinnumiðstöð fyrir unga atvinnuleitendur í Kópavogi

atvinnumidstodsamningurundirritadur-26042010
atvinnumidstodsamningurundirritadur-26042010

Atvinnumiðstöð Kópavogs, þróunarverkefni á sviði staðbundinna vinnumarkaðsúrræða í Kópavogi, tekur til starfa í byrjun næsta mánaðar. Samningur um það var undirritaður í gær af þeim Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, Gunnsteini Sigurðssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar.

Markmiðið er að efla þjónustu við atvinnuleitendur, einkum ungt atvinnulaust fólk í Kópavogi, en rannsóknir hafa sýnt að meiri hætta er á því að ungt og ómenntað fólk með litla reynslu úr atvinnulífinu verði fyrir barðinu á langtímaatvinnuleysi en aðrir hópar.

Tveir atvinnuráðgjafar verða á næstu dögum ráðnir til Kópavosbæjar og verða þeir með aðstöðu á bæjarskrifstofunum. Hlutverk þeirra verður að veita atvinnulausum einstaklingsbundna ráðgjöf með það að markmiði að gera þá að virkum þátttakendum á vinnumarkaði.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta