Hoppa yfir valmynd
4. maí 2010 Innviðaráðuneytið

Lausnir fyrir lántakendur – Fundaröð félags- og tryggingamálaráðherra

Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherraÁrni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, stendur á næstu vikum fyrir tíu borgarafundum sem haldnir verða víðs vegar um landið. Árni Páll mun fjalla um skuldastöðu heimilanna, kynna helstu úrræði og svara fyrirspurnum.  

Ráðist hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að mæta erfiðleikum einstaklinga og fjölskyldna sem eiga í fjárhagsvanda. Auk þess að kynna fyrirliggjandi úrræði mun ráðherra gera grein fyrir aðgerðum sem boðaðar hafa verið og felast meðal annars í bættri löggjöf um skuldaaðlögun, stofnun umboðsmanns skuldara, verulegum úrbótum á stöðu fólks með erlend bílalán og aðgerðum í húsnæðismálum.

Lögfræðingur og ráðgjafi frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna verða til viðtals á öllum borgarafundunum.

Dagskrá:

Dagur Svæði Staður Tími
4. maí Reykjanesbær Ráin 20:30 – 22:00
5. maí Vestmannaeyjar Kiwanishúsið 20:30 – 22:00
6. maí Kópavogur Salurinn 20:30 – 22:00
10. maí Árborg Hótel Selfoss 20:30 – 22:00
11. maí Akureyri Hótel KEA 20:30 – 22:00
15. maí Ísafjörður Edinborgarhúsið 12:30 – 14:00
17. maí Akranes Dalbraut 1 20:30 – 22:00
18. maí Fjarðabyggð - Reyðarfjörður   20:30 – 22:00
19. maí Hafnarfjörður Hafnarborg 20:30 – 22:00
20. maí Reykjavík Iðnó 20:30 – 22:00

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta