Vegna umfjöllunar um Reykjavíkurflugvöll
Vegna umfjöllunar um Reykjavíkurflugvöll telur innanríkisráðuneytið mikilvægt að koma því skýrt á framfæri að í bréfi ráðuneytisins til Reykjavíkurborgar, dags. 3. nóvember síðastliðinn var ekki tekin endanleg ákvörðun að hafna lokun brautar 06/24 (NA/SV-brautar). Í bréfinu er kröfum Reykjavíkurborgar um að ríkinu sé skylt að loka brautinni þegar í stað hins vegar hafnað.
Til þess er vísað að verið sé að leggja mat á málið í ráðuneytinu og í því sambandi þurfi að skoða sjónarmið um flugöryggi til framtíðar og þjónustuhlutverk Reykjavíkurflugvallar fyrir alla landsmenn.