Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2015 Dómsmálaráðuneytið

Um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis

Innanríkisráðuneytið minnir á að íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi en sest hafa að erlendis eiga kosningarrétt við alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt frá landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þeim tíma liðnum fellur kosningarrétturinn niður nema sérstaklega sé sótt um að halda honum.

Því þurfa þeir sem vilja vera á kjörskrá en fluttu af landi brott fyrir 1. desember 2007 og hafa verið búsettir erlendis síðan, að senda umsókn til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2015, til þess að halda kosningarrétti. Kosningarrétturinn gildir þá til 1. desember 2019.

Umsókn skal senda Þjóðskrá Íslands og má finna umsóknareyðublöð á vef stofnunarinnar . Frekari upplýsingar um kosningarréttinn má finna á vef Þjóðskrár Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta