Hoppa yfir valmynd
2. september 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing um samkeppnismál

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins, hafa undirritað uppfærða sameiginlega yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál. Yfirlýsingin var upphaflega gerð árið 2007 en síðan þá hafa orðið umtalsverðar og mikilvægar breytingar á lögum um opinber fjármál, samkeppnislögum og framkvæmd samkeppnismála, sem rétt er að sameiginleg yfirlýsing endurspegli.

 

Sameiginleg yfirlýsing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins hefur þann tilgang að þjóna sem vegvísir um framkvæmd samkeppnismála og stefnumótunar í málaflokknum og um hlutverk ráðuneytisins annars vegar og Samkeppniseftirlitsins hins vegar um helstu verkefni stjórnvalda á sviði samkeppnismála. Yfirlýsingin er liður í framkvæmd stefnumótunar og árangursmats sem liggur til grundvallar fjármálastefnu og fjármálaáætlunar samkvæmt lögum um opinber fjármál. Þá þjónar yfirlýsingin einnig þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði og ábyrgð Samkeppniseftirlitsins á framkvæmd verkefna sinna.

 

Uppfærða sameiginlega yfirlýsingu má finna hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta