Alþjóðavinnumálaþingið fjallar um vinnuskilyrði skipverja
Hinn 7. febrúar nk. verður sett í Þjóðabandalagshöllinni í Genf þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) Alþjóðavinnumálaþingið. Um er að ræða aukaþing sem helgað er málefnum sjómanna. Slík aukaþing eru haldin að jafnaði á 10 ára fresti síðast árið 1996. Fyrir þinginu liggur að afgreiða drög að nýrri alþjóðasamþykkt sem gert er ráð fyrir að leysi af hólmi 60 eldri samþykktir sem fjalla um um vinnuskilyrði skipverja.