Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kynningarfundum nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs lokið

Frá fundi nefndarinnar á Hvolsvelli. - mynd
Góð aðsókn var að kynningarfundum nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu þar sem kynnt var starf nefndarinnar framundan. Góðar og líflegar umræður voru um verkefnið en á fundunum gafst gestum tækifæri til að kynna sér starf nefndarinnar og um leið koma á framfæri sínum sjónarmiðum varðandi þjóðgarð á miðhálendinu.

Alls var fundað á fimm stöðum víðsvegar um landið; á Hvolsvelli, Þingeyjarsveit, Hvammstanga, Egilsstöðum og Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem eru í sveitarfélögum sem fara með skipulagshlutverk innan miðhálendisins, en í vor var kynningarfundur haldinn í Reykjavík.

Nefndin fékk góðar ábendingar á fundunum sem hún mun vinna úr í starfi sínu.

Frekari upplýsingar um vinnu nefndarinnar, s.s. fundargerðir og fundargögn auk hagnýtra upplýsinga, má finna á vef hennar, www.stjornarradid.is/midhalendid.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta