Áherslur í ríkisrekstri árið 2023 samþykktar í ríkisstjórn
Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögur fjármála- og efnahagsráðherra um áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2023. Helstu markmið eru bætt og skilvirkari þjónusta ríkisstofnana með aukinni sjálfsafgreiðslu, öflugri og vistvænni rekstri og markvissri mannauðsstjórnun.
Til þess að ná markmiðum þurfa stofnanir að huga að því hvernig þær geti veitt betri og skilvirkari þjónustu, m.a.með auknu framboði stafrænnar þjónustu og einnig hvernig þær geti eflt sig sem góðan vinnustað og styrkt hæfni i sína til að veita góða þjónustu. Enn fremur þurfa stofnanir að stunda öflugan og vistvænan rekstur, m.a. með metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum.
Nánari upplýsingar um áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2023.