Hoppa yfir valmynd
27. maí 2009 Utanríkisráðuneytið

Loftferðasamningur Tyrklands og Íslands áritaður

Undirritun loftferðasamnings milli Íslands og Tyrklands. Einar Gunnarsson skrifstofustjóri skrifstofu viðskiptasamninga og Haydar Yalcin, aðstoðarframkvæmdastjóri Flugmálastjórnar Tyrklands
Undirritun_loftferdasamnings__milli_Islands_og_Tyrklands

Loftferðasamningur milli Tyrklands og Íslands var áritaður í gær í utanríkisráðuneytinu. Þetta er fyrsti loftferðasamningur landanna en Tyrkland er meðal þeirra ríkja sem Ísland hefur átt í viðræðum við að undanförnu.

Samningurinn heimilar áætlunarflug milli landanna. Fyrir hönd Tyrklands áritaði samninginn Haydar Yalcin, aðstoðarframkvæmdastjóri Flugmálastjórnar Tyrklands. Einar Gunnarsson, skrifstofustjóri skrifstofu viðskiptasamninga í utanríkisráðuneytinu og formaður íslensku samninganefndarinnar, áritaði samninginn fyrir hönd Íslands. Í samninganefndinni voru auk hans og Maríu Erlu Marelsdóttuir, sendiráðnautur frá utanríkisráðuneytinu þau Karl Alvarsson skrifstofustjóri og Ástríður Scheving Thorsteinsson lögfræðingur frá samgönguráðuneytinu, Jóhanna Helga Halldórsdóttir lögfræðingur frá Flugmálastjórn, Ársæll Harðarson frá Icelandair, Hrafn Þorgeirsson frá Primera Air og Sigfús Ólafsson, fulltrúi Loftleiða Icelandic.

Samningurinn við Tyrkland styrkir möguleika íslenskra flugrekenda sem hafa sinnt og vilja sinna verkefnum í þessum heimshluta.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta