Fyrirlestur í Mumbai í tilefni af lýðveldisafmælinu.
Í tengslum við lýðveldisafmæli Íslands flutti dr. Valur Ingimundarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands fyrirlestur 3. júlí um aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar og ýmsa þætti í lýðveldissögunni. Fór fyrirlesturinn fram í hátíðarsal viðskiptaráðs Mumbai-borgar (Indian Merchants´ Chamber), elsta viðskiptaráðs landsins í boði forseta þess, Sanjaya Mariwala. Mumbaiborg er helsta viðskiptamiðstöð Indlands.