Breytingar varðandi ákvarðanir sem snúa að S-merkingu lyfja taka gildi 1. janúar
Lyfjagreiðslunefnd mun frá 1. janúar 2019 taka ákvarðanir um S-merkingu lyfja í stað Lyfjastofnunar og merkingin verður skilgreind með nýjum hætti samkvæmt reglugerð um lyfjagreiðslunefnd nr. 353/2013. Verðlagning S-merktra lyfja verður óbreytt og sem fyrr munu sjúklingar ekki greiða gjald fyrir S-merkt lyf.
Breytt fyrirkomulag byggist á niðurstöðu vinnuhóps sem heilbrigðisráðherra skipaði þegar fyrir lá að frá og með 1. janúar 2019 verði ýmis lyf sem hafa verið merkt sjúkrahúsum með svokallaðri S-merkingu ekki merkt lengur, enda einnig notuð utan sjúkrahúsa.