Hoppa yfir valmynd
30. desember 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Rúna Hauksdóttir Hvannberg skipuð forstjóri Lyfjastofnunar

Rúna Haukdsóttir Hvannberg
Rúna Haukdsóttir Hvannberg

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, núverandi formann Lyfjagreiðslunefndar, í embætti forstjóra Lyfjastofnunar. Átta sóttu um embættið. Sérstök nefnd sem ráðherra skipaði til að leggja mat á hæfni umsækjenda taldi tvo þeirra hæfasta til að gegna embættinu og var Rúna annar þeirra.

Rúna lauk prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1987, er með meistaragráðu í lyfjafræði frá King´s College háskólanum í London og meistaragráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands. Í umsögn hæfnisnefndar segir meðal annars að Rúna búi yfir víðtækri starfsreynslu á sviði lyfjamála, sem stjórnandi lyfjafyrirtækja og innan stjórnsýslunnar, auk þess sem hún hafi sinnt stundakennslu í lyfjahagfræði við Háskóla Íslands. Í umsögninni segir enn fremur: „Rúna þekkir mög vel til starfsemi Lyfjastofnunar, hún er starfandi formaður og framkvæmdastjóri Lyfjagreiðslunefndar og hefur stýrt því starfi í gegnum miklar breytingar á erfiðum tímum. Hún hefur sýnt ótvíræða leiðtogahæfni og hefur góða reynslu í erlendum samskiptum. Nefndin telur Rúnu afar vel hæfa til starfsins.“

Skipunartími í embætti forstjóra Lyfjastofnunar er til fimm ára samkvæmt lyfjalögum og tekur Rúna við embættinu 1. febrúar næstkomandi þegar Rannveig Gunnarsdóttir núverandi forstjóri lætur af störfum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta