Hoppa yfir valmynd
9. september 2009 Utanríkisráðuneytið

Olli Rehn heimsækir Ísland

Össur Skarphéðinsson og Olli Rehn
OS_og_OR_sep_09

Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir umsóknarferli Íslands að ESB vera mikilvægan þátt í endurreisn efnahagslífs Íslands. Reynsla Finna er þeir sóttu um aðild að ESB hafi verið sú að umsókn auki traust á efnahagslífnu og aðgerðum stjórnvalda þar sem hún þyki til marks um stöðugleika. Þetta kom fram á opnum fundi með Rehn sem haldinn var í Háskóla Íslands í dag. Fullt var út úr dyrum á fundinum þar sem Rehn svaraði spurningum áheyrenda.

Fundurinn var síðasti liður í heimsókn Rehn hingað til lands en hann afhenti í gær íslenskum stjórnvöldum spurningalista framkvæmdastjórnar ESB. Alls er um er að ræða ríflega 2500 spurningar sem skiptast í 33 kafla og varða þá þætti sem fyrirhugaðar aðildarviðræður Íslands og ESB munu lúta að.

Á blaðamannafundi að afloknum fundi hans og Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sagði ráðherra að koma Rehn væri mikilvægu áfangi í umsóknarferli Íslands.

Einstök ráðuneyti og stofnanir munu undirbúa svör við spurningunum á næstu vikum en gert er ráð fyrir að þau liggi fyrir eins fljótt og kostur er.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta