Hoppa yfir valmynd
3. september 2021 Innviðaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Árétting um sóttvarnarreglur við komu til landsins

Af fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga mætti ráða að farþegar á leið til landsins þurfi ekki að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi við komuna. Til að fyrirbyggja misskilning skal áréttað að í reglugerð nr. 938/2021 er kveðið á um að ferðamenn á leið til Íslands sem hafa nýlega fengið COVID-19 og geta því framvísað jákvæðu PCR-prófi sem er eldra en 14 daga og yngra en 180 daga séu undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR prófi eða antigen hraðprófi. Þetta er eina undantekningin frá þeirri reglu að framvísa verði neikvæðu Covid-prófi við komuna til landsins. 
 
Þeir sem fá jákvæða niðurstöðu úr COVID-19 prófi á leið til landsins fara í einangrun þar sem þeir eru. Að lokinni einangrun geta þeir svo ferðast til Íslands með jákvætt próf sem er eldra en 14 daga og yngra en 180 daga. Þetta er gert svo ríkisborgarar komist heim til Íslands en festist ekki erlendis. 

Nýleg breyting á reglugerð um skyldur flugrekenda nr. 650/2021 til að skoða vottorð við byrðingu hefur ekki áhrif á reglugerð um aðgerðir vegna COVID-19 á landamærum Íslands nr. 938/2021 og hvaða vottorð (þ.m.t. um neikvæð próf) ferðamenn þurfi að hafa undir höndum við komuna til landsins. Bólusettir þurfa eftir sem áður að koma með neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi / antigen hraðprófi við komuna til landsins.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um þær sóttvarnarreglur sem gilda við komu til Íslands á Covid.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta