Drög að reglugerð um almenningsflug og fleira til umsagnar
Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu nr. 812/2012 eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 8. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].
Reglugerðardrögunum er ætlað að innleiða í íslenskan rétt reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 6/2013, um breytingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 216/2008 um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu og niðurfellingu tilskipunar ráðsins nr. 91/670/EBE, reglugerð (EB) 1592/2002 og tilskipun 2004/36/EB.
Markmið reglugerðar nr. 6/2013 er að uppfæra kröfur í reglugerð nr. 216/2008 til að uppfylla kröfur samkvæmt 16. viðauka Chicago samningsins sem fjallar um umhverfisvernd.