Hoppa yfir valmynd
24. maí 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

40 milljarða lækkun skulda ríkissjóðs með endurkaupaútboði eigin skuldabréfa í evrum

Ríkissjóður hefur í dag lokið endurkaupaútboði á eigin skuldabréfum í evrum með gjalddaga í júní 2024. Keypt voru skuldabréf að fjárhæð 258,9m. evra að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 3,429%. Heildarfjárhæð útistandandi bréfa í viðkomandi flokki nam 500m. evra fyrir útboðið. Markmið ríkissjóðs var að kaupa helming útgáfunnar en endurkaupin nema 51,8% af útistandandi fjárhæð.

Ríkissjóður fjármagnar kaupin með innstæðum í Seðlabanka Íslands og því lækka heildarskuldir ríkissjóðs um sem nemur tæplega 40 ma.kr. Kaupin eru liður í skulda- og lausafjárstýringu ríkissjóðs en bréfin eru á gjalddaga um mitt næsta ár.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta