Föstudagspósturinn 16. september 2022
Heil og sæl,
Föstudagspósturinn lítur loks dagsins ljós eftir þriggja vikna bið. Heilmikið hefur gerst á alþjóðasviðinu og því frá nógu að segja af vettvangi utanríkisþjónustunnar.
Byrjum á sannkallaðri stórfrétt. Elísabet II Bretlandsdrotning lést fimmtudaginn 8. september eftir rúmlega sjötíu ára valdatíð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi bresku konungsfjölskyldunni samúðarkveðjur á Twitter.
Her Majesty Queen Elizabeth will be remembered for her selfless leadership, stability, commitment and duty towards her people. She was a courageous woman. It's the end of an era. She inspired generations and will continue to do so. Sincerest condolences to the @RoyalFamily🇬🇧
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 8, 2022
Í dag er utanríkisráðherra stödd í Vín, meðal annars vegna þess að sendiskrifstofa Íslands í Vín hefur nú aftur fengið stöðu tvíhliða sendiráðs. Þá fundaði hún með Alexander Schallenberg, utanríkisráðherra Austurríkis.
„Við ræddum mörg sameiginleg hagsmunamál og deilum miklum áhyggjum yfir því erfiða og hættulega ástandi sem skapast hefur vegna innrásar herafla Pútíns í Úkraínu. Evrópuríki standa frammi fyrir erfiðum áskorunum og áhrifa stríðsins í Úkraínu gætir um allan heim. Aldrei hefur verið mikilvægara að vinna saman að friði og bjartari framtíð,“ segir Þórdís Kolbrún.
A pleasure to meet @a_schallenberg today and discuss opportunities to further strengthen 🇮🇸-🇦🇹 relations as 🇮🇸 re-opens it's embassy in Vienna. We also discussed our common values, European security, support for Ukraine, energy, trade and more. pic.twitter.com/E02p4ncXbR
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 16, 2022
Í vikunni fór fram fjarfundur varnarmálaráðherra 25 líkt þenkjandi ríkja um stuðning við öryggi og varnir Úkraínu. Á fundinum var fylgt eftir ráðstefnu ráðherranna í Kaupmannahöfn 11. ágúst síðastliðinn. Utanríkisráðherra greindi frá eftirfylgni verkefnistillögu sem Ísland kynnti í ágúst um þjálfun á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar í Úkraínu, og tilkynnti að Ísland muni veita einni milljón sterlingspunda í alþjóðlegan styrktarsjóð fyrir varnir Úkraínu, sem bresk stjórnvöld hafa sett á fót.
Í byrjun síðustu viku sögðum við frá því að áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) muni taka mál Íslands gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál er flutt munnlega fyrir áfrýjunarnefndinni. Áður hafði EUIPO komist að þeirri niðurstöðu að vörumerkjaskráning Iceland Foods Ltd á orðmerkinu ICELAND í Evrópusambandinu væri ógild í heild sinni.
Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna (NB8) fór fram í Litáen dagana 6. og 7. september. Málefni Úkraínu og nýtt landslag öryggismála í Evrópu voru efst á baugi á fundi ráðherranna.
„Það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við Úkraínu eins vel og við getum eins lengi og þörf er á. Við megum heldur ekki gleyma þeim gildum sem við stöndum vörð um, réttaríkið, lýðræðið og mannréttindi. Þetta eru stundum sögð mjúk málefni en ég held því fram að svo sé ekki. Fjölmiðlafrelsi heldur heimilunum okkar kannski ekki heitum í vetur og réttarríkið seðjar ekki hungrið, en það er engin tilviljun að forseti Úkraínu minnist ítrekað á þessi sameiginlegu gildi okkar. Þau eru siðferðislegt og andlegt eldsneyti fyrir andspyrnu Úkraínumanna,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á sameiginlegum blaðamannafundi ráðherranna að fundi loknum.
Í tengslum við ráðherrafundinn átti Þórdís Kolbrún jafnframt tvíhliða fundi með Anniken Huitfeldt utanríkisráðherra Noregs og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands.
Great to meet with @AHuitfeldt in Kaunas to discuss matters of common interest to Iceland and Norway. 🇮🇸 & 🇳🇴 are close friends and allies and our cooperation is invaluable. pic.twitter.com/kYDMsgNty9
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 7, 2022
A pleasure to sit down with my friend and colleague @Haavisto. Discussed 🇮🇸's and 🇫🇮's bilateral relationship, including this years 75th anniversary of our excellent diplomatic relations, security challenges, NATO and more. pic.twitter.com/7V0XA7AVfp
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 7, 2022
Í þarsíðustu viku sótti utanríkisráðherra ráðstefnuna Bled Strategic Forum í Slóveníu í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands. Tvíhliða samskipti og öryggismál í Evrópu í skugga innrásar Rússlands í Úkraínu voru efst á baugi á fundum Þórdísar Kolbrúnar en hún hitti meðal annars utanríkisráðherra Spánar, Slóveníu og Kósovó, auk þess að taka þátt í fyrrnefndri ráðstefnu um áskoranir í stjórnmálum og öryggismálum.
„Ísland og Slóvenía eru bæði smá lönd í alþjóðlegu samhengi og eiga bæði mikið undir því að standa vörð um alþjóðalög og kerfi fjölþjóðlegra stofnana og samninga þar sem staða ríkja ræðst ekki af aflinu heldur málstað og rétti. Þá eiga ríkin ýmsa sameiginlega hagsmuni og fjölmörg tækifæri eru í auknum samskiptum, til dæmis á sviði jarðvarmanýtingar og matvælatækni. Ég er þess fullviss að með þessari ánægjulegu heimsókn höfum við lagt góðan grunn að því að styrkja samband landanna enn frekar til framtíðar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Important and engaging discussions on European security & the implications of the war in Ukraine with President @BorutPahor, @PresidentISL and my colleague @tfajon. We also discussed the great relationship btw 🇮🇸 and 🇸🇮 and how to develop it even further. https://t.co/zHh7ALIWE3
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) August 28, 2022
Í byrjun mánaðar heimsótti ráðherra starfstöð þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins á Ísafirði í tengslum við sumarfund ríkisstjórnarinnar sem var haldinn þar í bæ.
Í vikunni greindum við frá ákvörðun utanríkisráðherra um að bregðast við neyðarástandi í Sómalíu og Pakistan með viðbótarfjármagni. Um er að ræða þrjátíu milljón króna framlag til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) vegna afleiðinga langvarandi þurrka í Sómalíu og þrjátíu milljón króna framlag til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í kjölfar mannskæðra flóða í Pakistan.
Á miðvikudag útskrifaði Landgræðsluskóli GRÓ nítján sérfræðinga, sjö konur og tólf karla, frá átta löndum. Landgræðsluskólinn er eitt fjögurra þjálfunarprógramma sem rekin eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.
Þá sögðum við frá því í Heimsljósi - upplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál að jarðhitaþróunarfélagið Reykjavík Geothermal (RG) hlaut styrk frá utanríkisráðuneytinu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að setja á fót rannsóknarstofu á sviði jarðhita í Eþíópíu í samstarfi við heimamenn.
Þá að sendiskrifstofum okkar.
Auðbjörg Halldórsdóttir tók við sem fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO og afhenti trúnaðarbréf sitt.
Today @AudbjorgH, the new Permanent Delegate of #IcelandUNESCO, presented her credentials to Ms @AAzoulay, Director-General of @UNESCO 🇺🇳
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) September 14, 2022
At their meeting they discussed issues related to gender equality, human rights & 🇮🇸's work as a member of #UNESCO's executive board. pic.twitter.com/8hLQC5OAYf
Þriðji og síðasti stjórnarfundur UN Women fór fram í New York og tók Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, þátt í honum.
Simple - I have the best team and support @IcelandUN 🇮🇸 https://t.co/8h2glLBumC
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) September 14, 2022
Í Kína ávarpaði Þórir Ibsen sendiherra ráðstefnu um sjálfbæra þróun í Qingdao.
Honoured to have the opportunity to highlight #Icelandic 🇮🇸#geothermal & #CCUS technologies that are being applied in China's 🇨🇳 efforts to reduce its carbon footprint at the opening of the China-Europe Qingdao Forum on Sustainable Development https://t.co/01QMdgszvI @MFAIceland
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) September 6, 2022
Á Indlandi skipulagði sendiráð Íslands fund sendinefndar Íslandsstofu og fulltrúa indverskra fjölmiðla sem fjalla um ferðamál til að kynna áfangastaðinn Ísland.
Í Kanada hitti Hlynur Guðjónsson sendiherra sjávarútvegsráðherra kanadísku fylkjanna Prince Edward Island og Nova Scotia.
Thanks to Nova Scotia Minister for Fisheries and Aquaculture, the Hon. @SteveCraigNS, for the great meeting this morning. We valued the conversation on fisheries management, land and sea-based aquaculture, and ocean tech, and we welcome your next visit to Iceland! @MFAIceland pic.twitter.com/CeNlABRhch
— Iceland in Canada 🇮🇸 (@IcelandinCanada) September 8, 2022
Our ambassador had the pleasure of discussing seafood, seatech, and aquaculture yesterday with Prince Edward Island's Minister of Fisheries and Communities at the Canadian Seafood Show. We look forward to welcoming your next business delegation to Iceland, Minister! pic.twitter.com/JCDu7fY0W5
— Iceland in Canada 🇮🇸 (@IcelandinCanada) September 8, 2022
Í Strassborg tók fastanefnd Íslands þátt í fundi Evrópuráðsins um ábyrgð vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.
Full house at @coe discussion on “Ensuring coherence in #accountability for the Russian aggression against #Ukraine" organized by @IrishRepCoE & @UKRinCoE with @IrynaRMudra @AndriyKostinUa & others.
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) September 12, 2022
We are here to support the quest for #justice - no matter how long it takes💛💙 pic.twitter.com/kQfhpPQDYX
Frá Washington var þetta helst að frétta föstudaginn 2. september.
fössari
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) September 2, 2022
Í Genf var Ísland heiðursgestur á bókmenntaháíðinni Le livre sur les quais, sem fór fram dagana 2. til 4. september s.l. Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Sviss, ávarpaði gesti við opnun hátíðarinnav og íslenskir rithöfundar kynntu verk sín.
Þá flutti Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Genf, ávarp fyrir hönd NB8-ríkjanna í 51. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.
#HRC51 🇮🇸🇩🇰🇪🇪🇫🇮🇱🇻🇱🇹🇸🇪🇳🇴
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) September 14, 2022
Safe drinking water & sanitation is not only a human right; it is central to living in dignity.
Indigenous women & girls remain under-represented in decision-making, despite vast knowledge & life-saving water role.
👉https://t.co/FDElIXg5JO pic.twitter.com/Xp6hMNTmI6
Í Moskvu sóttu sendiherra og sendiráðunautur kveðjuathöfn Mikhaíls S. Gorbatsjovs, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést 30. ágúst.
Í Helsinki opnaði Harald Aspelund sendiherra sýningu í Þjóðskjalasafni Finnlands í tilefni af 75 ára stjórnmálasambandsafmælis landanna.
Þá afhenti Harald forseta Finnlands, Sauli Niinistö, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Finnlandi á dögunum.
Í Kampala hefur sendiráð Íslands lagt aukna áherslu á aðgerðir tengdum loftslagsbreytingum í samstarfshéruðunum, Buikwe og Namayingo.
Þá hefur sendiráðið undirritað samning við ráðgjafaþjónustu á svæðinu til að framkvæma stöðugreiningarrannsókn á kynbundnu ofbeldi í samstarfshéraðinu Buikwe.
Í Malaví tekur sendiráð Íslands þátt í verkefni sem ætlað er að stuðla að friðsamlegum samfélögum á landamærum Malaví og Mósambík. Heimsljós sagði ítarlega frá verkefninu.
Í London áritaði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands, samúðarbók vegna andláts Elísabetar II drottningar fyrir hönd sendiráðs Íslands.
Í Noregi sótti Högni Kristjánsson, sendiherra Íslands, sýningu íslensku kvikmyndarinnar Dýrið á Oslo Pix Filmfestival og Ragnar Jónsson, framkvæmdastjóri EFLU í Noregi heimsótti sendiráðið og kynnti starfsemi fyrirtækisins á Íslandi, í Noregi og alþjóðlega fyrir sendiherra og starfsmönnum sendiráðsins. Þá var Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra gestur sendiherra á dögunum þar sem hann kynnti stöðu efnahagsmála á Íslandi fyrir sendiherrum 38 ríkja gagnvart Íslandi með aðsetur í Osló
Í Svíþjóð tók Hannes Heimisson, sendiherra Íslands, þátt í fundi varnarmálaráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á Gotland í fjarveru ráðherra.
Í Færeyjum heimsótti aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn, Ágústa Gísladóttir, borgarstjórann í Þórshöfn, Heðin Mortensen, og lögmann Færeyja, Bárð á Steig Nielsen.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Tókýó, fór í vinnuferð til Jakarta og hitti meðal annars prótókollstjóra í utanríkisráðuneyti Indónesíu.
An eventful first day in Jakarta meeting with Director General for Protocol at Indonesia MFA @Kemlu_RI Andy Rachmianto and @ASEAN Deputy Secretary General R.M. Michael Tene. pic.twitter.com/upCxCqhoZv
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) September 14, 2022
Fleira var það ekki í bili. Sem fyrr minnum við á Heimsljós og hvetjum lesendur til að fylgja utanríkisþjónustunni á samfélagsmiðlum.