Hoppa yfir valmynd
23. júní 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samstarfssamningur ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og tollstjóra um eflt samstarf í skatta- og innheimtumálum

Samstarf stofnana fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem fara með skatta- og innheimtumál verður eflt og aukið með nýjum samstarfssamningi sem búið er að undirrita.

Ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri ríkisins og tollstjóri eru aðilar að samningnum en helsta markmið hans er að styrkja samstarf stofnananna á þeim sviðum þar sem verkefni geta skarast.

Samkvæmt samningnum snertir samstarf stofnananna eftirlitsverkefni og rannsóknir tolla- og skattalagabrota, auk upplýsingaskipta varðandi innheimtu opinberra gjalda o.fl. Það felur m.a. í sér að stofnanirnar þrjár skiptist sín á milli á upplýsingum sem þær telja að geti nýst við eftirlit og/eða rannsóknir og innheimtu í þeim málaflokkum sem eru á verksviði þeirra. Samningurinn kveður einnig á um það að í febrúar ár hvert munu samstarfsaðilar samningsins skila greinargerð  til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um sameiginleg verkefni og árangur samstarfsins á nýliðnu ári. 

Samningurinn grundvallast meðal annars á tillögum nefndar sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði um úttekt á stjórnsýslu skattamála en formaður nefndarinnar var Ragnhildur Helgadóttir prófessor. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta