Hoppa yfir valmynd
15. mars 2022

Kristín Ragna Gunnarsdóttir tók þátt í bókmenntahátíðinni í Jaipur

Kristín Ragna á sviði bókmenntahátíðarinnar í Jaipur ásamt fundarstjóranum Shivani Sibal - mynd

Norræna goðafræði bar hátt á bókmenntahátíðinni í Jaipur 13. mars 2022 þegar Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur og myndlistarkona las úr verkum sínum og ræddi efniviðinn sem hún sækir í sagnaarfinn. Áheyrendur sýndu mikinn áhuga á goðafræðinni enda eiga Indverjar sjálfir forna goðafræðin og lifandi sagnaarf. Bókmenntahátíðin í Jaipur er ein virtasta sinnar tegundar á Indlandi. Sendiráðið í Nýju-Delhí skipulagði íslensku þátttökuna í samvinnu við Miðstöð íslenskra bókmennta og utanríkisráðuneytið.

  • Kristín Ragna og íslenski hópurinn á bókmenntahátíðinni í Jaipur - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta