Hoppa yfir valmynd
16. maí 2006 Innviðaráðuneytið

Vegagerðin tekur við bílaleigum

Öll málefni er varða bílaleigur verða framvegis falin Vegagerðinni til afgreiðslu en þau voru áður í umsjón samgönguráðuneytisins. Er þetta gert með breytingum á lögum um bílaleigur sem samþykktar voru á Alþingi nú í vor.

Lög voru sett um málefni bílaleigna árið 2000 en þau fjalla um leigu á skráningarskyldum ökutækjum í atvinnuskyni án ökumanns. Lögin kveða meðal annars á um að afla þurfi starfsleyfis til reksturs bílaleigu og hvaða skilyrði leyfishafi skuli uppfylla. Veigamesta breytingin á lögunum er að málaflokkurinn er færður frá samgönguráðuneyti til Vegagerðarinnar. Er það í samræmi við nútíma stjórnsýslu og með því er gefinn kostur á að kæra ákvarðanir eins stjórnvalds, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, til annars og æðra stjórnvalds.

Með lagabreytingunni var Vegagerðinni einnig fengin heimild til eftirlits með bílaleigum. Er bílaleigum skylt að veita upplýsingar um starfsleyfi og Vegagerðinni heimilað að afturkalla leyfi séu umbeðnar upplýsingar ekki veittar. Gjald fyrir útgáfu starfsleyfis fyrir bílaleigu er nú 25.000 krónur.

http://www.althingi.is/altext/stjt/2006.026.html



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta