Málfundir um háskólamál og rannsóknir
Mennta- og menningarmálaráðuneytið með Vísinda- og tækniráði og Rannsóknastofu um háskóla stendur fyrir málfundum um framtíð háskóla og rannsókna. Markmiðið er að vinna að sameiginlegum skilningi á aðstæðum háskóla og rannsóknastofnana í samfélagi okkar og móta sýn um uppbyggingu og samstarf menntunar og rannsókna í landinu.
Fjármögnun háskóla
Föstudagur 29. janúar 13-16 í Norræna húsinu.
Fundarstjóri: Oddný G. Harðardóttir, formaður menntamálanefndar Alþingis
Dagskrá: | |
---|---|
Ávarp | Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra |
Forsendur og álitamál við fjármögnun háskóla | Gísli Þór Magnússon, skrifstofustjóri fjármálasviðs mennta- og menningarmálaráðuneytisins |
Fjármögnun, hagsmunaárekstrar og heilindi í vísindum | Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands |
Pallborðsumræður | Jón Atli Benediktsson, Háskóla Íslands, Úlfar Hauksson, Háskólanum á Akureyri, Ari Kristinn Jónsson, Háskólanum í Reykjavík |