Hoppa yfir valmynd
3. mars 2009 Utanríkisráðuneytið

Sérfræðingar til starfa til Jórdaníu og Afganistan

Íslenska friðargæslan hefur sent Þorvarð Atla Þórsson sérfræðing til starfa hjá svæðisskrifstofu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, fyrir Mið-Austurlönd og norðurhluta Afríku sem staðsett er í Jórdaníu. Aukin áhersla hefur verið lögð á þátttöku friðargæslunnar á svæðinu, einkum í Palestínu og í tengslum við palestínska og íraska flóttamenn. Auk Þorvarðar Atla starfa tveir íslenskir sérfræðingar á vegum friðargæslunnar í Jerúsalem með Barnahjálp SÞ og fjórir sérfræðingar starfa að málefnum palestínuflóttamanna og að uppbyggingarstarfi í nágrannalöndunum.Þorvarður Atli

Erlingur Erlingsson og Garðar Forberg fóru í lok febrúar sem sérfræðingar á vegum friðargæslunnar til starfa að uppbyggingu í Afganistan, annars vegar á sviði þróunarmála og samræmingar þeirra í Kabúl, hins vegar uppbyggingar á stjórnsýslu flugmála í Afganistan. Nú eru sex sérfræðingar starfandi á vegum friðargæslunnar í verkefni alþjóðlegra öryggissveita ISAF í Afganistan og hefur verið lögð aukin áhersla á langtímauppbyggingu og samstarf um verkefnin á norrænum vettvangi þó stöðum hafi verið fækkað.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta