Mannanafnanefnd, úrskurðir 2. október 2003
Þann 2. október 2003, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd, í húsakynnum Háskóla Íslands, v/Suðurgötu, Reykjavík. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.
Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:
Mál nr. 61/2003
Eiginnafn: Helmút (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Helmút tekur eignarfallsendingu (Helmúts) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Helmút er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 62/2003
Eiginnafn: Maríkó (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Maríkó tekur eignarfallsendingu (Maríkóar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Maríkó er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 63/2003
Eiginnafn: Himri (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Himri tekur eignarfallsendingu (Himra) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Himri er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 64/2003
Eiginnafn: Evelyn (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Með tilliti til fjölda nafnbera telst eiginnafnið Evelyn hafa unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 7. september 2000, og uppfyllir því skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Evelyn er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 65/2003
Eiginnafn: Sverre (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Nafnið Sverre telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Sverre er því hafnað.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Sverre er hafnað.
Mál nr. 66/2003
Eiginnafn: Marz (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Nafnið Marz telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Marz er því hafnað.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Marz er hafnað.
Mál nr. 67/2003
Eiginnafn: Dagbjört (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Dagbjört tekur eignarfallsendingu (Dagbjartar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Dagbjört er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 68/2003
Eiginnafn: Armenía (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Armenía tekur eignarfallsendingu (Armeníu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Armenía er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.