Hoppa yfir valmynd
27. júní 2011 Innviðaráðuneytið

Þakkað fyrir 40 ára þjónustu

Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, heiðraði fyrir helgina Jónas Engilbertsson sem ekið hefur strætisvagni í Reykjavík í fjóra áratugi. Einnig var hann heiðraður af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Ögmundur Jónasson þakkaði Jónasi Engilbertssyni fyrir 40 ára þjónustu
Ögmundur Jónasson þakkaði Jónasi Engilbertssyni fyrir 40 ára þjónustu

Jónas Engilbertsson náði þeim áfanga síðastliðinn föstudag að hafa ekið strætisvagni í 40 ár og fannst innanríkisráðherra tilhlýðilegt að taka á móti Jónasi er hann kom úr þeirri ferð sem markaði þennan áfanga. Jónas hefur þannig sinnt almenningssamgöngum í þessa fjóra áratugi og hefur án efa upplifað ýmsar breytingar á strætisvögnunum, umferðinni í Reykjavík og ferðavenjum fólks þennan tíma.

Jónasi Engilbertssyni strætóbílstjóra þökkuð 40 ára þjónusta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta