Hoppa yfir valmynd
27. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Tilkynning um framlagningu kjörskráa

Kjörskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011, sem fram fer laugardaginn 9. apríl 2011, skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 30. mars næstkomandi. Kjörskrá ber að leggja fram almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað. Sveitarstjórn auglýsir hvar kjörskrá liggur frammi á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar.

Eftir að kjörskrá hefur verið lögð fram liggur hún frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Staðfest eftirrit af kjörskrá má hafa til að leggja fram.

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt fram á kjördag gert leiðréttingar á kjörskrá, ef við á.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta