Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2011 vegna greiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum
Á árinu 2011 áætla sveitarfélögin að heildargreiðslur þeirra á almennum húsaleigubótum nemi um 3.679 milljónum króna. Áætlað er að um 7,4% hækkun verði að ræða á greiðslum bótanna frá fyrra ári.
Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um að áætlað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs vegna greiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum nemi 51,5% á árinu 2011.
Áætlanir sveitarfélaga um greiðslur á sérstökum húsaleigubótum á árinu 2011 nema samtals um 1.030 milljónum króna. Áætlað er að um 6,1% hækkun verði að ræða á greiðslum bótanna frá fyrra ári.
Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um að áætlað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs vegna greiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum nemi 60% á árinu 2011, sbr. samkomulag ríkis og sveitarfélaga um húsaleigubætur er tók gildi 1. apríl 2008.