Hoppa yfir valmynd
25. mars 2013 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands var haldinn í Sandgerði 21. mars.  Ársfundurinn var vel sóttur og var dagskráin fjölbreytt og áhugaverð að vanda.

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands
Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands
Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands var haldinn í Sandgerði 21. mars.  Ársfundurinn var vel sóttur og var dagskráin fjölbreytt og áhugaverð að vanda. Í lok ársfundar undirrituðu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Rögnvaldur Ólafsson forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ og Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ, samning um starfsemi Stofnunar rannsóknasetra HÍ.

Stofnun rannsóknasetra HÍ er ætlað að efla rannsókna- og fræðastarf á landinu öllu, og styrkja tengsl deilda og stofnana HÍ við atvinnu- og þjóðlíf.  Stofnunin er vettangur fyrir samstarf háskólans við sveitarstjórnir, fyrirtæki og stofnanir utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið samningsins er að festa þessa starfsemi í sessi og stuðla að árangursríku rannsókna- og kennslustarfi á háskólastigi utan höfuðborgarsvæðisins.

Markmið stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl HÍ við atvinnu- og þjóðlíf.

Stofnunin vinnur að markmiðum sínum með því að starfrækja 8 rannsóknasetur á landsbyggðinni.  Forstöðumenn rannsóknasetranna skulu vera akademískir starfsmenn við Háskóla Íslands og sinna rannsóknum á sérsviði sínu..

 Meðal helstu viðfangsefna Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er að:

  1. Stunda rannsóknir þar sem staðbundnar aðstæður eru nýttar eftir því sem viðfangsefni gefa tilefni til, jafnframt því að leiðbeina háskólanemum í rannsóknaverkefnum á vegum deilda háskólans.
  2. Taka á móti og leiðbeina hópum háskólanema í vettvangsferðum.  Jafnframt annast þeir námskeið á vegum deilda háskólans fyrir innlenda og erlenda háskólanema á sérsviði sínu og eftir því sem aðstæður á hverjum stað gefa tilefni til.
  3. Vera fulltrúar áskóla Íslands á starfssvæði sínu og taka þátt viðburðum sem tengjast starfi hans.
  4. Stuðla að þekkingartengdri starfsemi á sínu svæði með beinni þátttöku í verkefnum og/eða ráðgjöf við einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.
  5. Veita heimamönnum ráðgjöf og vera tengiliðir við rannsóknasamfélagið.
  6. Veita vísindamönnum sem stunda rannsóknir á viðkomandi svæði aðstoð og aðstöðu, og eru tengiliðir milli þeirra og samfélagsins.
  7. Sinna kennslu á sínu sérsviði við HÍ og aðrar háskólastofnanir.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta