Meiri hæð meiri þyngd og lengri lestir
Tekið hefur gildi endurskoðuð reglugerð um stærð og þyngd ökutækja sem snertir einkum vöruflutningabíla. Markmið breytinganna er meðal annars að fella almennar undanþágur inní reglugerðina vegna stærðarmarka og hafa til þessa verið heimilaðar með undanþágum.
Reglugerðin leysir af hólmi reglugerð nr. 688/2005 og var ráðist í endurskoðun vegna óska atvinnulífsins. Veittar eru almennar heimildir til flutninga umfram leyfilega hæð, lengd og þyngd sem í gildi eru upp að ákveðnum mörkum. Jafnframt er í reglugerðinni einfaldaður ferill varðandi umsóknir og leyfi vegna sérstakra flutninga þar sem farið er framúr leyfilegum mörkum sem reglugerðin með undanþágum heimilar.
Reglugerðarbreytinging gildir frá og með 1. mars.
Sjá má reglugerðina nr. 155/2007 í heild hér (Stjórnartíðindi).