Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2018

Ráðherrafundur um innleiðingu Heimsmarkmiðanna

Varaframkvæmdastjóri SÞ, Amina Mohammed, opnar ráðherrafund um innleiðingu Heimsmarkmiðanna. - myndUN Photo/Loey Felipe

Árlegur ráðherrafundur um Heimsmarkmiðin stendur yfir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 16.-18. júlí. María Erla Marelsdóttir, sendiherra Heimsmarkmiðanna og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, fer fyrir sendinefnd Íslands á fundinum. Fundurinn er umræðuvettvangur um stöðu innleiðingar Heimsmarkmiðanna (High Level Political Forum, HLPF).

Þetta er í þriðja sinn sem fundirnir fara fram frá því Heimsmarkmiðin voru samþykkt árið 2015. Á hverju ári unidirgengst hluti aðildarríkjanna valkvæða landsrýni  og í ár kynna alls fjörutíu og sjö ríki landsrýni sína á þremur dögum. Ísland mun halda sína fyrstu kynningu á næsta ári. 

Í opnunarávarpi sínu lagði Amina J. Mohammed, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, áherslu á að þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið sé vel á veg komið við að ná ákveðnum markmiðum fyrir 2030, til dæmis hvað varðar ungbarna- og mæðradauða, baráttuna gegn barnahjónaböndum, aukið aðgengi að rafmagni og aðgerðir gegn skógareyðingu, þá sé enn langt í land hvað önnur markmið varðar. Í sumum tilfellum hefur staðan jafnvel versnað á undanförnum árum. Í fyrsta skipti í áratug hefur fjöldi vannærðra aukist, í Afríku hefur fjöldi þeirra sem hefur ekki aðgang að hreinni orku við eldamennsku aukist um 250 milljónir frá árinu 2015 og þá er ungt fólk þrisvar sinnum líklegra til að vera án atvinnu en fullorðnir. Amina hvatti ríki því til þess að kafa dýpra og tileinka sér nýjar aðferðir við að innleiða Heimsmarkmiðin.

  • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta