Hoppa yfir valmynd
5. maí 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Þemaumræða um börn í ljósi kreppunnar

Dagskrá 28. fundar haldinn á
Barnaverndarstofu þriðjudaginn 4. maí  2010

Þemaumræða um börn í ljósi kreppunnar og hvernig koma megi í veg fyrir barnafátækt

 

Erindi:

Markmiðið með þemafundinum er að fá fram umræðu um stöðu barna og barnafjölskyldna í ljósi fátæktar,  m.a. um það hvaða börn eru berskjölduðust og ekki síst hvað er til ráða. Í fyrsta lagi verður byggt á niðurstöðum rannsókna, en Guðný Björk Eydal hefur kannað fátækt barna sérstaklega í sínum rannsóknum og Andrea Hjálmsdóttir mun kynna nýjar niðurstöður WHO-rannsóknarinnar sem hér á landi nefnist Heilsa og lífskjör skólanema (HVelferdGudnyBjorkEydal04052010 ealth Behaviours in School- Age Children).  Ragnar Þorsteinsson og Ragnheiður Thorlacius fjalla um aðstæður og úrræði fyrir börn og barnafjölskyldur frá sjónarmiði sveitarfélaganna. Karl Sigurðsson mun færa okkur nýjar tölur um fjölda barna á heimilum þar sem báðir foreldrar eða annað er atvinnulaust með tilliti til búsetu. Valgerður Halldórsdóttir mun í lokin fjalla um börn út frá áherslum barnahóps velferðarvaktarinnar og eftir atvikum tengja umræðuna við erindin sem þegar hafa  verið flutt.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta