Málstofa um reglur um útboð á opinberri þjónustu í samgöngum
Ólafur J. Einarsson, framkvæmdastjóri ESA, setti málþingið og kynni efni þess en sérfræðingar ESA, þau Catherine Howdle og Caspar Ebrecht, fluttu síðan erindi um reglur sem gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins um opinbera þjónustu á sviði flugs, siglinga og fólksflutninga á landi.
Fjallað var meðal annars um markaðsgreiningar sem þarf að ráðast í til að undirbúa þjónustuútboð. Slíkar greiningar eru umfangsmiklar og fara þær eftir viðfangsefni hvers útboðs fyrir sig og er ætlað að greina þá bresti sem til staðar eru á viðkomandi markaði. Þá var fjallað um þá möguleika sem eru til staðar á aðdraganda samninga, samningsgerð og mögulegan gildistíma samninga og um þær kröfur sem gerðar eru til þess að endurmeta gildandi samninga.