Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2015 Innviðaráðuneytið

Málstofa um reglur um útboð á opinberri þjónustu í samgöngum

Frá málstofu innanríkisráðuneytisins og ESA um útboð á opinberri þjónustu í samgöngum. - mynd
Innanríkisráðuneytið stóð nýverið fyrir málstofu um útboð á opinberri þjónustu í samgöngum. Var hún haldin í samvinnu við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, og sóttu hana um 30 manns, fulltrúar ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og stofnana sem sinna samgöngumálum og heyra undir innanríkisráðuneytið.

Ólafur J. Einarsson, framkvæmdastjóri ESA, setti málþingið og kynni efni þess en sérfræðingar ESA, þau Catherine Howdle og Caspar Ebrecht, fluttu síðan erindi um reglur sem gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins um opinbera þjónustu á sviði flugs, siglinga og fólksflutninga á landi.

Fjallað var meðal annars um markaðsgreiningar sem þarf að ráðast í til að undirbúa þjónustuútboð. Slíkar greiningar eru umfangsmiklar og fara þær eftir viðfangsefni hvers útboðs fyrir sig og er ætlað að greina þá bresti sem til staðar eru á viðkomandi markaði. Þá var fjallað um þá möguleika sem eru til staðar á aðdraganda samninga, samningsgerð og mögulegan gildistíma samninga og um þær kröfur sem gerðar eru til þess að endurmeta gildandi samninga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta