Hoppa yfir valmynd
8. október 2020 Utanríkisráðuneytið

Óttast að 150 milljónir bætist í hóp sárafátækra

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 gætu leitt til þess að 150 milljónir manna bætist í hóp sárafátækra fyrir lok næsta árs, samkvæmt mati Alþjóðbankans. Útlit er fyrir að samfelldu tveggja áratuga framfaraskeiði, með bættum kjörum þeirra tekjuminnstu, sé lokið. Engar líkur eru á því að mati bankans að fyrsta heimsmarkmiðið um útrýmingu fátæktar náist fyrir árið 2030 nema til komi skjótar og umfangsmiklar aðgerðir.

Að mati Alþjóðabankans hefði sárafátækt í heiminum farið undir átta prósent fyrir árslok ef heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði ekki komið til. Sárafátækt er miðuð við tekjur innan við 1,90 bandarískra dali – um 262 krónur íslenskar – og bankinn telur að fjölgun sárafátækra hækki úr 9,1 prósenti í 9,4 prósent fyrir árslok, mest meðal þeirra ríkja sem þegar eru með fjölmennustu hópa fátækra.

Í fyrsta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun segir að útrýma eigi fátækt í allri sinni mynd alls staðar. Í greiningu Alþjóðabankans segir að eftir tíu ár gætu um 7 prósent jarðarbúa enn verið undir mörkum sárafátæktar. Samkvæmt greiningunni gæti fjölgun sárfátækra orðið milli 88 og 115 milljónir á þessu ári. Í árslok næsta árs gæti þeim hafa fjölgað um 150 milljónir.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta