Hoppa yfir valmynd
26. október 2018 Dómsmálaráðuneytið

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Dómsmálaráðuneytið vinnur að gerð áhættumats um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem áætlað er að liggi fyrir næstkomandi vor. Í áhættumatinu verða greindar og metnar helstu ógnir og veikleikar sem steðja að íslenskum hagsmunum hvað varðar peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Liður í undirbúningi áhættumatsins var tveggja daga námskeið sem haldið var á vegum dómsmálaráðuneytisins þar sem þátt tóku 30 fulltrúar stofnana sem málið snertir og eiga fulltrúa í stýrihópi ráðuneytisins um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leiðbeinandi var Theo Strijker sérfræðingur Evrópusambandsins (ESB) um varnir gegn peningaþvætti og spillingu.

Gerð áhættumatsins er hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna skýrslu alþjóðlega framkvæmdahópsins Financial Action Task Force (FATF), sem birt var þann 6. apríl sl.

Á næstu dögum mun dómsmálaráðherra mæla fyrir frumvarpi til nýrra heildarlaga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Frumvarpið er innleiðing á fjórðu peningaþvættistilskipun ESB og að hluta til fimmtu tilskipunar ESB um sama efni. Frumvarpið var unnið af vinnuhópi sem dómsmálaráðherra skipaði í janúar sl. Í vinnuhópnum áttu sæti fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins, peningaþvættisskrifstofu og samtaka fjármálafyrirtækja.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta