Hoppa yfir valmynd
22. mars 2012 Innviðaráðuneytið

Rætt um skipulag og samgöngumál á málþingi

Til hvers eru samgöngur? spurði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann flutti ávarpsorð á ráðstefnu um skipulag og samgöngumál sem ráðuneytið stóð fyrir ásamt Vegagerðinni og Skipulagsfræðingafélagi Íslands. Málþingið stendur yfir til hádegis í dag.

Skipulag og samgöngur voru til umfjöllunar á fundi innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Skipulagsfræðingafélags Íslands í dag.
Skipulag og samgöngur voru til umfjöllunar á fundi innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Skipulagsfræðingafélags Íslands í dag.

Tilgangur málþingsins er að fjalla um samspil skipulags og og áhrif þess á samgöngukerfið og raunar allt samfélagið, svo sem byggðaþróun, borgarmynstur búsetu, umhverfismál og fleira. Sérfræðingar á sviði skipulags, arkitektúrs, fjármála og samgöngumála fjalla um þá ólíku þætti sem liggja til grundvallar þegar skipulag og samgöngur eru annars vegar.

Skipulag og samgöngur voru til umfjöllunar á fundi innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Skipulagsfræðingafélags Íslands í dag.

Bjarki Jóhannesson, formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands, flutti inngangserindi og fjalað um hvort samgöngur snerust aðeins um kostnað. Ræddi hann samfélagsleg áhrif samgangna í þéttbýli, um heilsufar og hvernig hávaði getur valdið líkamlegum sjúkdómum. Einnig fjallaði hann um hagræn áhrif í þéttbýli þar sem bíllinn væri í aðalhlutverki og hvernig gott gatnakerfi hafi beina efnahagslega þýðingu fyrir flutninga heim að dyrum en væri ekki endilega hentugast eða hagkvæmast til að flytja fólk. Einnig kom hann inn á hvernig samgöngubætur hafa ýmist jákvæð eða neikvæð áhrif.

Vistvænar samgöngur og áhrifaþættir í borgarskipulagi nefndist erindi Þorsteins R. Hermannssonar, samgönguverkfræðings í innanríkisráðuneytinu, 2+1 vegir og áhrif þeirra á búsetu og byggðarmynstur var umfjöllunarefni Sverris Örvars Sverrissonar, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni, og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís ræddi um hjáleiðir um þéttbýli.

Önnur erindi voru um samgöngur og borgarbrag sem Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ hjá ASK arkitektum flutti, upplifun og fagurfræði í samgöngukerfum sem Ragnar Frank Kristjánsson, landslagsarkitekt FÍLA og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands flutti, Lúðvík Elíasson, hagfræðingur og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræddi kostnað við samgöngur í þéttbýli, Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og varadeildarforseti Háskóla Íslands, fjallaðði um aðgengi og athafnir sem lykilþætti skipulags byggða og samgangna og að síðustu flutti Hrafnkell Á. Proppé, skipulagsfræðingur hjá Alta, erindi sem hann nefndi sjálfbærar samgöngur – í bið eða bráð?

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta