Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 181/2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 til umsagnar
Fyrirhugað er að taka reglugerð (ESB) nr. 181/2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum inn í EES-samninginn á næstunni. Af þessu tilefni óskar innanríkisráðuneytið eftir umsögnum hagsmunaaðila um efni reglugerðarinnar.
Óskað er eftir tillögum um hvernig löggjöf varðandi réttindi farþega í hópbifreiðum skuli háttað til framtíðar, sem og tillagna um fyrirkomulag samstarfs á grundvelli III. kafla reglugerðarinnar og hvort nýta beri heimild til undanþágu frá reglunum skv. 4. lið 2. gr. Jafnframt eru hagsmunaaðilar beðnir að leggja mat á hvort tilefni sé til að óska aðlögunar að reglugerðinni vegna séríslenskra aðstæðna.
Þess skal getið að reglugerð þessi hefur verið lengi í mótun innan ESB og hefur ráðuneytið upplýst Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Öryrkjabandalagið um þessa vinnu allt frá árinu 2005.
Unnt er að senda umsögn um reglugerðina til ráðuneytisins á netfangið [email protected] til fimmtudagsins 18. apríl nk. Gert er ráð fyrir að reglugerðin gangi í gildi 1. mars 2013.