Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Réttlátt, einfalt, gagnsætt

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað nefnd til að gera tillögur um réttlátari, einfaldari og gagnsærri þátttöku einstaklinga í kostnaði vegna lyfja og annarrar heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að verja einstaklinga fyrir of miklum kostnaði.

Nefndinni verður falið að kanna hvort og þá með hvaða hætti væri hægt að fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag þannig að þátttaka borgarans í heilbrigðiskostnaði verði takmörkuð hvort sem kostnaðurinn fellur til utan eða innan heilbrigðisstofnana og hver sem þörf hans fyrir heilbrigðisþjónustu er.

Í nefndinni eru fulltrúar stjórnarflokka og stjórnarandstöðu, auk fulltrúa félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Félags eldri borgara, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, landlæknis, Lyfjafræðingafélags Íslands, Læknafélags Íslands og Öryrkjabandalags Íslands.

Sjá nánar um skipan nefndarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta