Mænuskaðastofnun tekur til starfa
Mænuskaðastofnun Íslands er stofnuð að tilstuðlan Auðar Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðings og dóttur hennar, Hrafnhildar Thoroddsen. Aðrir sem eiga aðild að stofnuninni eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Seltjarnarnesbær, Exista og FL Group. Heilbrigðisráðuneytið styrkir rekstur Mænuskaðastofnunarinnar til að byrja með. Mænuskaðastofnunin er sett á laggirnar í beinu framhaldi af opnun og rekstri Gagnabanka um mænuskaða og mun taka að sér rekstur hans. Gagnabankinn er starfræktur með stuðningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og með hvatningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO. Gagnabankanum var komið á fót fyrir tveimur árum meðal annars fyrir orð frá Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forstjóra WHO. Markmið Gagnabankans er að byggja alþjóðlega upplýsingabrú um tilraunameðferðir við mænuskaða og miðla þeim til mænuskaðaðs fólks, lækna og vísindamanna á sviði mænuskaða.
Fréttatilkynning frá Mænuskaðastofnun Íslands (pdf 30.9KB - opnast í nýjum glugga)