MND félagið styrkt
Heilbrigðisráðuneytið styrkir starfsemi MND félagsins í stað þess að senda út jólakort og kveðjur. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ákvað að senda ekki út jólakveðjur eða jólakort í nafni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Þess í stað var ákveðið að láta andvirði þess að senda út jólakveðjurnar, um 250 þúsund krónur, renna til góðgerðamála og ákveðið að styrkja rekstur MND félagsins að þessu sinni. MND félagið var stofnað í ársbyrjun 1993 af þeim Sigríði Eyjólfsdóttur, Jónu Axelsdóttur og Rafni Jónssyni. MND - Motor Nourone Disease - er banvænn sjúkdómur sem ágerist hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Vitsmunalegur styrkur helst þó óskaddaður. Á Íslandi eru á hverjum tíma 15 - 20 manns með MND. Á hverju ári greinast u.þ.b. 5 manns með MND.