Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Mikilvægt að vinna með fátækari þjóðum

Aladje Baldé rektor Jean Piaget háskólans í Bissá heimsótti Háskóla Íslands á dögunum og átti meðal annars fund með rektor og aðstoðarrektor vísinda/ Ljósmynd:HÍ - mynd

„Háskóli Íslands tekur þátt í fjölbreyttu háskólasamstarfi víða um heim en mest við háskóla í nágrannalöndum okkar og hátekjuríkjum innan OECD. Minna fer fyrir samstarfi við háskóla í fátækum löndum, til dæmis í Afríku sunnan Sahara eins og í þessu tilviki. Það er því jákvætt fyrir Háskóla Íslands að Aladje Baldé, rektor Jean Piaget háskólans í Bissá, komi hingað og kynnist starfi Háskólans og fái samtímis tækifæri til að segja frá háskólastarfi í heimalandinu.“

Þetta segir Geir Gunnlaugsson, prófessor í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands, sem tók ásamt fleirum á móti á Aladje Baldé á dögunum þegar hann heimsótti Háskóla Íslands til að kynnast starfinu hér. Sagt er frá heimsókninni á vef Háskóla Íslands en heimsóknin var liður í samstarfi skólanna sem hefur verið sérstaklega styrkt af Evrópusambandinu. Rætur þessa samstarfs liggja í rannsókn um heilsu og líðan unglinga í Gíneu-Bissá en að því koma Geir Gunnlaugsson ásamt Jónínu Einarsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.

Um heimsókn rektorsins til Íslands segir Geir í fréttinni:
„Fyrir Jean Piaget háskólann í Bissá, ekki síður en Háskóla Íslands, er mikilvægt að vera í fjölbreyttu samstarfi við háskóla sem víðast um heim. Þetta er nýr háskóli í litlu og einu fátækasta ríki heims þar sem framtíð þess byggist m.a. á því að geta boðið upp á góða háskólamenntun. Að fá tækifæri að kynnast starfi, starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands styrkir því skólann í þessu uppbyggingarstarfi sínu. Það er einnig mikilvægt fyrir Jean Piaget háskólann að kynnast háskóla á Norðurlöndum sem býður upp á fjölbreytt nám sem hefur tekið áratugi að byggja upp.“

Geir Gunnlaugsson er fyrrverandi landlæknir Íslendinga og þekkir vel til mikilvægi þess að styðja við þróunarstarf, ekki hvað síst á sviði heilbrigðismála í löndunum sunnan Sahara. Hann hefur starfað sem læknir og við rannsóknir í Gíneu-Bissá frá árinu 1982, meðal annars í verkefnum tengdum kólerufaröldrum og uppbyggingu heilsugæslu á landsbyggðinni. „Slík uppbygging er mikilvæg til að bæta heilsu og líðan landsmanna en einnig til að takast á við erfiðar áskoranir eins og til dæmis þá ógn sem landinu stafaði af Ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku,” segir Geir.

Einungis sex háskólamenntaðir í öllu landinu
Að sögn Geirs hitti rektorinn frá Bíssá fjölda starfsmanna við Háskóla Íslands í ferð sinni hingað, m.a. Jón Atla Benediktsson rektor og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, aðstoðarrektor vísinda. Hann átti auk þess fund með sviðsforsetunum Daða Má Kristóferssyni frá Félagsvísindasviði og Ingu Þórsdóttur frá Heilbrigðisvísindasviði. „Hann átti einnig fundi með samstarfsfólki við Rannsóknir og greiningu hjá Háskólanum í Reykjavík og sérfræðingum á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Embætti landlæknis og í veirufræði á Landspítalanum.“

Nánar á vef Háskóla Íslands

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta