Hoppa yfir valmynd
26. maí 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Opið fyrir umsóknir í Grænlandssjóð: Verkefni sem efla samskipti milli Grænlands og Íslands

 
Grænlandssjóður auglýsir eftir styrkumsóknum í sjóðinn.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2022.

Grænlandssjóður starfar samkvæmt lögum nr. 108/2016. Hlutverk Grænlandssjóðs er að efla samskipti Grænlands og Íslands. 

Sjóðurinn veitir styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda sem geta stuðlað að auknum samskiptum Grænlendinga og Íslendinga.

Höfuðstóll sjóðsins, sem ríkissjóður lagði til á árunum 1981 og 1982, er í vörslu Seðlabanka Íslands og er árlega veitt 3 milljónum kr. til styrkveitinga. 
Undanfarin ár hefur sjóðurinn meðal annars styrkt leiklistarskóla á Grænlandi, orkurannsóknir, veitt íþróttastyrki og kynningu meistaraverkefni. 
 
Grænlandssjóður starfar samkvæmt lögum nr. 108/2016 og er stjórnin skipuð Karítas Ríkharðsdóttur, Bryndísi Haraldsdóttur og Óttarri Guðlaugssyni.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna hér: Heimasíða Grænlandssjóðs

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta