Hoppa yfir valmynd
3. desember 2012 Utanríkisráðuneytið

Ráðstefna um samgöngur á norðurslóðum

Dagana 3. – 6. desember munu um sjötíu sérfræðingar Norðurskautsríkjanna á sviði flug- og samgöngumála taka þátt í ráðstefnu í Reykjavík um stöðu og framtíðarþróun samgangna á norðurslóðum. Ráðstefnan er liður í úttekt á flug- og siglingasamgöngum á norðurslóðum sem vinnuhópur Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun vinnur.

Ísland hefur stutt verkefnið enda eru hafnir og flugvellir á svæðinu mikilvægur liður í viðbragðsgetu ríkja, einkum með tilliti til stuðnings við leitar- og björgunarstörf, auðlindanýtingar, uppbyggingar, mengunarvarna og umhverfisöryggis. Íslenskar stofnanir hafa tekið þátt í verkefninu og munu fjölmargir sérfræðingar frá flugmála-, siglinga- og hafnaryfirvöldum, Landhelgisgæslunni og ráðuneytum sitja ráðstefnuna fyrir hönd Íslands.

Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir verkefnið, Ísland er samstarfsaðili og Kanada veitir því stuðning, auk þess sem sérfræðingar frá öllum norðurskautsríkjunum taka þátt í vinnu þess. Afrakstur ráðstefnunnar og þau gögn sem ríkin afla um eigin samgöngukerfi verða lögð til grundvallar í skjali til samþykktar á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fer í Kiruna í Svíþjóð í maí 2013. Í framhaldi er ráðgert að vinna frekari tillögur að því hvernig þróa á samgönguinnviði á norðurslóðum.

Nánar um ráðstefnuna hér:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta