Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Tíundi hver Íslendingur notar þunglyndislyf

Notkun þunglyndislyfja (N06A antidepressiva) heldur áfram að aukast og nálgast notkun landsmanna nú 100 dagskammta á hverja 1000 íbúa sem svarar til þess að um það bil tíundi hluti þjóðarinnar noti þessi lyf. Borið saman við nálæg lönd er notkunin hvergi meiri. Notkun þessara lyfja hefur tæplega fimmfaldast á áratug, en árið 1993 voru dagskammtarnir á hverja 1000 íbúa um 20. Heildarkostnaðurinn við þess lyf hefur tæplega sexfaldast á áratug. Hann var rúmar 200 milljónir króna á árinu 1993 en varð í fyrra rúmlega 1300 milljónir króna, reiknað á útsöluverði apóteka og miða við verðlag hvers árs. Þekktur króatískur þunglyndissérfræðilæknir, prófessor Dr. Norman Sartorius, lét hafa eftir sér í dagblaðsviðtali sem tekið var í tilefni fundar um þunglyndi "að jafnan eigi um 2 – 3% fólks við þunglyndi að stríða". Notkunin hérlendis virðist vera talsvert umfram það sem búast mætti við í ljósi þessa mats Dr. Norman Sartorius.

Upplýsingar um útgjaldaþróun v. geðdeyfðarlyfja... (pdf.-skjal)

Upplýsingar um heildarnotkun á árunum 1989-2003 ... (pdf.-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta