Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Tuttugu milljóna króna aukaframlag til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna

Gífurleg aukin fjárþörf til mannúðarmála leiðir til þess að Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) hefur rúmlega tvöfaldað söfnunarmarkmið sín til mannúðaraðstoðar, úr 450 milljónum bandarískra dala árlega upp í einn milljarð dala fyrir árið 2018. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við neyðarbeiðni sjóðsins með 20 milljón króna aukaframlagi.

Neyðarsjóður SÞ (CERF) er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Sjóðurinn var stofnaður 2006 til að gera SÞ kleift að bregðast annars vegar hraðar við neyðarástandi og hins vegar til að veita nauðsynlega aðstoð til mannúðarverkefna sem ná takmarkaðri athygli umheimsins eða hafa ekki náð að laða að sér nægt fjármagn frá framlagsríkjum. Sjóðurinn heyrir undir Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) en hefur aðskilinn fjárhag og yfirstjórn. 

Ráðuneytið og CERF gerðu á síðasta ári rammasamning til þriggja ára, 2017–2019, sem tekur mið af úthlutunarreglum CERF og áherslum Íslands í mannúðarmálum. Samningurinn felur í sér loforð um að veita að lágmarki 50 milljónir króna í óeyrnamerkt kjarnaframlög á ári, sem greidd verða í upphafi hvers árs. 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta