Hoppa yfir valmynd
24. júní 2013 Utanríkisráðuneytið

Aðalræðisskrifstofa opnuð í Nuuk 1. júlí

Aðalræðisskrifstofa Íslands verður opnuð í Nuuk á Grænlandi 1. júlí nk. Meginhlutverk skrifstofunnar verður að efla viðskiptasamvinnu landanna, vinna að auknum menningarsamskiptum og verkefnum sem tengjast norðurslóðasamstarfi.

Skrifstofunni er komið á fót í kjölfar þingsályktunar frá 10. maí 2010 þar sem Alþingi skoraði á ríkisstjórnina að gera samkomulag við landsstjórn Grænlands um að löndin skiptist á útsendum sendifulltrúum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ákvað á síðasta ári að stofna aðalræðisskrifstofu í Nuuk  og  Alþingi veitti í fjárlögum ársins 2013  fjárveitingu til rekstrar skrifstofunnar.

Fyrsti aðalræðismaður Íslands í Nuuk verður Pétur Ásgeirsson sendiherra. Við skrifstofuna mun einnig starfa staðarráðinn aðstoðarmaður.

Fyrir eru aðalræðisskrifstofur í Þórshöfn, Winnipeg og New York.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta