Föstudagspósturinn 25. nóvember 2022
Heil og sæl.
Það hefur verið nóg um að vera í vikunni. Við hefjum leik á því sem bar hæst en í gær samþykkti mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktun Íslands og Þýskalands um að stofnuð verði sjálfstæð og óháð rannsóknarnefnd sem safna á upplýsingum og gögnum sem nýst geta til að draga þá til ábyrgðar sem ofsótt hafa friðsama mótmælendur í Íran undanfarnar vikur. Ályktunin var samþykkt með 25 atkvæðum, 6 greiddu atkvæði gegn og 16 sátu hjá.
Important decision by the @UN_HRC agree today to react to the grave human rights situation in Iran by adopting a resolution led by 🇮🇸 and 🇩🇪 on the establishment of a #FactFindingMission. We owe it to the brave women and girls and all others in Iran to take decisive action. pic.twitter.com/Ux4n4bk3al
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) November 24, 2022
Ályktunin var lögð fram í tengslum við sérstakan aukafund mannréttindaráðsins um hríðversnandi ástand mannréttindamála í Íran sem fram fór á fimmtudag. Utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, tóku þátt í umræðunni.
„Það er ofvaxið mínum skilningi að stjórnvöld í nokkru ríki ákveði að brjóta svo víðtækt og alvarlega á mannréttindum borgaranna sem þeim ber einmitt skylda til að vernda. Um leið dáist ég að kjarki fólksins í Íran sem leggur sig í lífshættu við að krefjast á friðsaman hátt bæði frelsis og jafnréttis,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í ávarpi sínu. Hún ræddi einnig við fjölmiðla um málið, m.a. mbl.is.
„Þarna fær þetta fólk [mótmælendur] sterk skilaboð frá alþjóðasamfélaginu um að við stöndum með þeim og ætlum ekki að horfa upp á þennan hrylling heldur grípa til aðgerða. Mér líður nokkuð vel eftir daginn með það í huga,“ sagði Þórdís Kolbrún við mbl.is.
Today, at 🇮🇸&🇩🇪 request, the @UN_HRC convenes to discuss the human rights situation in Iran. The #HRC must respond to human rights violations by Iranian authorities. The violence must stop, the violations of women’s rights must stop. Hoping for a positive outcome this afternoon. pic.twitter.com/VwDdsJcdLq
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) November 24, 2022
Þá ávarpaði Þórdís Kolbrún einnig fund stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í Hörpu í dag. Mikilvægi samstöðu Evrópuríkja um lýðræði, mannréttindi og réttarríkið ásamt formennskuáherslum Íslands á réttindi barna og ungenna, jafnrétti og umhverfismál voru í brennidepli í ávarpi ráðherra.
Á fundinum kynnti ráðherra áherslur og áform formennsku Íslands í Evrópuráðinu fyrir þingmönnum og svaraði spurningum þeirra. Þá var rætt um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík 16.-17. maí 2023 og aðkomu Evrópuráðsþingsins í aðdraganda hans.
Ráðherra átti einnig tvíhliða fund með Tiny Kox, forseta Evrópuráðsþingsins.
Þórdís Kolbrún stýrði einnig fundi EES-ráðsins í vikunni þar sem samstarf ríkja Evrópska efnahagssvæðisins á sviði orkuskipta og orkuöryggis í Evrópu var efst á baugi.
Happy to Chair the meeting of the EEA Council. The EEA EFTA states 🇮🇸🇳🇴🇱🇮 and the EU 🇪🇺expressed steadfast solidarity with Ukraine 🇺🇦. Good discussions on energy security and energy transition and, the status and operation of the EEA Agreement pic.twitter.com/OgxCcIrQVc
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) November 24, 2022
Þá hitti hún einnig Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands á þriðjudag í Norræna húsinu.
Nice to meet you @MarinSanna - hope you’ve had a productive day in Iceland with good visits, fruitful talks on challenges, opportunities and our close cooperation - and good Icelandic food!🇮🇸🇫🇮 pic.twitter.com/2EYpymTdDT
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) November 22, 2022
Ráðherra var svo einnig til viðtals nýlega í hlaðvarpi Monocle, the Foreign Desk, þar sem kynjahallinn í stjórnmálum víða um heim var til umræðu.
Við sögðum einnig frá opnun nýs sendiráðs í Varsjá í Póllandi en það tekur til starfa 1. desember næstkomandi. Fyrirsvar vegna Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu verður við það tækifæri fært til hinnar nýju sendiskrifstofu. Hannes Heimisson verður fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi en hann gegndi áður stöðu sendiherra Íslands í Stokkhólmi. Forystufólk í pólsku stjórnmála-, viðskipta- og menningarlífi auk fulltrúa íslenskra fyrirtækja í Póllandi og pólsk íslenskra vináttufélaga verður viðstatt þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra opnar sendiráðið formlega.
Í vikunni funduðu varnarmálaráðherrar Norðurlanda og Norðurhópsins í Osló á tveimur aðskildum fundum þar sem öryggismál í norðurhluta álfunnar voru í brennidepli.
Á fundi norrænu varnarmálaráðherranna voru helstu umræðuefnin átökin í Úkraínu, aukið norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum og framtíð samstarfsins í ljósi umsóknar Finnlands og Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu.
Á fundi varnarmálaráðherra Norðurhópsins voru helstu umræðuefnin átökin í Úkraínu þróun öryggismála í Norður-Evrópu til viðbótar við eftirlit og vernd mikilvægra innviða.
En þá að sendiskrifstofum okkar.
Í Kaupmannahöfn tekur sendiráðið þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi og af því tilefni er sendiráðið í Kaupmannahöfn baðað roðagylltri lýsingu.
Sömuleiðis sendiráð okkar í Moskvu og Berlín.
Í London fundaði Sturla Sigurjónsson sendiherra með Jim Morris, tveggja stjörnu hershöfðingja sem leiðir höfuðstöðvar JEF (Joint Expeditionary Force), samstarfsvettvang 10 Evrópuríkja í varnarmálum sem Bretar eru í forsvari fyrir.
Í Tallinn hélt Harald Aspelund sendiherra Íslands í Finnlandi, þar sem Eistland er umdæmisríki, móttöku í tilefni af kvikmyndahátíðinni PÖFF þar í borg.
Í liðinni viku fór fram ársfundur Uppbyggingarsjóðs EES í Aþenu fram en Grikkland er í umdæmi sendiráðs okkar í Osló.
Högni Kristjánsson sendiherra í Osló heimsótti svo Sverre Bragdø-Ellenes, ræðismann Íslands í Kristiansand og fundaði með varaborgarstjóra Kristiansand, Erik Rostoft, og rektor háskólans í Agder héraði, Sunniva Whittaker.
Færeyingar fengu jólatré frá Íslandi!
Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París, bauð til móttöku í sendiráðsbústaðnum. Þar voru staddir rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson og Andri Snær Magnason, þar sem rit þeirra voru til umræðu.
Í París fóru sömuleiðis fram tvíhliða samráð milli Íslands og Frakklands.
Tvíhliða samráð með @francediplo 🇫🇷 Böndin treyst og bækur bornar saman. Einnig fundaði @MFAIceland með @MJansenEcon Dir #OECDtrade Guilherme Canela de Souza Godoi #UNESCO #PressFreedom @ThomasGomart Dir @IFRI_ Col Bruno Cunat @Armees_Gouv @AndreGattolin @Senat https://t.co/459amaQlR1
— Unnur Orradottir (@UOrradottir) November 24, 2022
Nóg hefur verið um að vera í sendiráði okkar í Berlín. Á föstudaginn í síðustu viku heimsótti María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Þýskalandi, höfuðstöðvar Össurar í Þýskalandi í Köln og fékk að kynnast starfsemi fyrirtækisins bæði á þýska málsvæðinu sem og í allri Evrópu.
Á laugardaginn síðastliðinn tók María Erla þátt í 48. aðalfundi íslenska vinafélagsins í Köln þar sem hún ræddi sérstaklega 70 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Þýskalands og framtíðarhorfur þess.
Á mánudaginn hélt íslenska fyrirtækið Kerecis kynningu og umræður á Kerecis European Burn Symposium Europe ásamt læknum og sérfræðingum frá Íslandi, Þýskalandi, Sviss og Bandaríkjunum í húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Sendiherra María Erla Marelsdóttir bauð hópinn velkominn og bauð svo til móttöku ásamt Taste of Iceland þar sem meistarakokkurinn Gísli Matthías Auðunsson eldaði fyrir mannskapinn.
Í Washington eru Bandaríkjamenn í HM-stuði. Bergdís Ellertsdóttir sendiherra festi m.a. Wendy S. Sherman, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, á filmu í landsliðsbúningnum.
#Soccer ⚽️and #Sportsdiplomacy at the @StateDept with inspiring speeches by @maryvharvey @SportandRights and @DeputySecState (showing off her US Soccer Jersey) #worldcup2022 Good luck to our #US friends 🇺🇸 - and of course all other friends competing. pic.twitter.com/KbYhdkyi5E
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) November 21, 2022
Í Kanada fékk okkar fólk meistaranema frá háskólanum í Ottawa í heimsókn.
Á Indlandi tók Guðni Bragason sendiherra þátt í þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um varnir gegn fjármögnun hryðjuverka sem indversk stjórnvöld buðu til í Nýju-Delhí á dögunum.
Í Kína heimsóttu Þórir Ibsen sendiherra og fulltrúar íslenska sendiráðsins þar í landi Wuhan-borg þar sem þeir tóku þátt í norrænu viðskiptaráðstefnu.
Privileged to speak about #Icelandic 🇮🇸 companies and business relations with Hubei in an opening address at the Wuhan 2022 China-#Nordic Economic & Trade Cooperation Forum & Fortune 500 Dialogue with Hubei @MFAIceland pic.twitter.com/nNfSQjiun1
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) November 24, 2022
Íslenska fyrirtækið Controlant kynnti sömuleiðis starfsemi sína.
Excellent presentation of the 🇮🇸company @controlant at the Nordic Health Cities Forum in Wuhan followed by panel participation of the DHoM of Embassy of #Iceland focusing on digital health care and what #Nordic companies can contribute to the sector’s growth. @MFAIceland pic.twitter.com/DN8rdnL214
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) November 25, 2022
Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands í Japan er staddur í Seoul þar sem hann er ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, og íslenskri viðskiptasendinefnd.
Busy & productive week in #Seoul - creative industries delegation from 🇮🇸lead by @liljaalfreds Min.of Culture & Business, commemorating the 60th anniversary of diplomatic relations between Republic of Korea 🇰🇷 and #Iceland 🇮🇸. Also gave Lecture on #genderequality @EwhaWomansUniv pic.twitter.com/07lIfnRsVl
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) November 25, 2022
Þar hélt fyrirtækið Össur einnig upp á 10 ára starfsafmæli sitt þar í landi.
With Minister Culture & Business Affairs @liljaalfreds @OssurCorp 10th anniversary in Korea. Congratulations. pic.twitter.com/ZvjFUX7Ffr
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) November 24, 2022
Við minnum að endingu á fréttaveitu okkar Heimsljós.
Bestu kveðjur frá upplýsingadeild.