Brýr milli iðnnáms og háskólanáms
„Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um mikilvægi þess að efla iðn-, verk- og starfsnám í þágu fjölbreytni og öflugra samfélags og að því vinnum við með ötulum hætti í góðri samvinnu. Liður í því er að byggja fleiri brýr innan menntakerfisins, og við atvinnulífið, sem stuðlað geta að nánari samskiptum og samþættingu – þessi viljayfirlýsing er frábært dæmi um slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra af þessu tilefni.
„Það hefur alltaf verið mikil þörf fyrir sérfræðinga með tækni- og iðnmenntun, en þær breytingar sem fylgja yfirstandandi tæknibyltingu auka þessa þörf enn frekar. Íslenskt samfélag þarf öflugt fólk með fjölbreytta menntun sem getur nýtt þekkingu sína til að skapa ný verðmæti og þetta samstarf er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.
Liður í þróunarverkefni þessu er meðal annars aukið samstarf milli iðngreina eins og byggingar-, málm-, vél-, bíl- og rafiðngreina og háskólanáms á borð við tækni- og byggingarfræði.