Breyting á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti
Félagsmálaráðherra hefur breytt reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti, nr. 157/2001, með síðari breytingum. Með reglugerðarbreytingunni eru gerðar óverulegar breytingar á efni reglugerðarinnar. Er þar aðallega um framkvæmdaratriði að ræða er snúa að Íbúðalánasjóði og tillögur sjóðsins til að gera efni reglugerðarinnar skýrari (1., 7., 8., 9. og 10. gr.).
Helstu breytingarnar taka þó til reglna varðandi ýmis undantekningatilvik (4., 5. og 6. gr.), reglna um framsöl (2. og 3. gr.) og rýmkun á gildandi heimild til veðlánaflutninga (11. gr.). Þannig að heimildin til veðlánaflutnings taki einnig til lána sem veitt voru úr Byggingarsjóði ríkisins.