Hoppa yfir valmynd
1. október 2003 Innviðaráðuneytið

Fundur um byggingarframkvæmdir á Austurlandi

Félagsmálaráðherra hélt fund með sveitarfélögum og framkvæmdaaðilum á Austurlandi fimmtudaginn 25. september síðastliðinn. Á fundinum var fjallað um áætlanir um íbúðabyggingar á Austurlandi á næstu árum.

Frá fundi með sveitarfélögum og framkvæmdaaðilum á Austurlandi 25. september 2003Frá fundinum á Austurlandi: Óskar Páll Óskarsson lögfræðingur,
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og Ingi Valur Jóhannsson
deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu.

Félagsmálaráðherra ræddi um stöðu og horfur í húsnæðismálum. Gunnar Vignisson, verkefnisstjóri Þróunarstofu Austurlands, fjallaði um áætlanir um húsnæðisþörf á Austurlandi til ársins 2008. Bjarni Karlsson, sviðsstjóri þjónustusviðs lána hjá Íbúðalánasjóði, gerði grein fyrir lánamöguleikum og reglum sem þar um gilda og Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, kynnti forsendur lánveitinga samkvæmt lögum um húsnæðismál. Forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi gerðu grein fyrir áætlunum um byggingarframkvæmdir á næstu árum.

Ávarp félagsmálaráðherra á fundinum á Austurlandi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta